Nýr vefur um jafnrétti á formennskuári Íslands

Ísland fer á þessu ári með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Af því tilefni hefur verið opnaður nýr vefur á vegum Jafnréttisstofu, þar sem kynnt eru þau verkefni og viðburðir á sviði jafnréttismála sem fyrirhugaðir eru á árinu í tengslum við formennsku Íslendinga.
Fyrsti viðburðurinn er tveggja daga námsstefna í Færeyjum dagana 3.-4. júní um jafnrétti í skólastarfi og jafnréttislög. Námstefnan fer fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Í haust verða síðan haldnar þrjár norrænar ráðstefnur um jafnréttismál í Reykjavík og munu þær fjalla um jafnréttisfræðslu í skólum, foreldraorlof og kyn og völd.

Vefurinn er með slóðina http://formennska2009.jafnretti.is og einnig er tengill á síðuna á forsíðu vefs Jafnréttisstofu. Á vefsíðunni eru viðburðirnir kynntir og innan skamms verður hægt að skrá sig á ráðstefnurnar á síðunni. Nánar er hægt að lesa um dagskrá formennskuársins hér.