Nýtt námskeið: Kynjuð fjárhagsáætlunargerð - aðferðir og framkvæmd

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands býður upp á nýtt námskeið um kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Kynjuð hagstjórn er almennt skilgreind sem samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða við fjárhagslega áætlanagerð með það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna.  Undanfarin ár hafa opinberir aðilar á Íslandi verið að tileinka sér kynjaða fjárlagagerð til að stuðla að í senn kynjajafnrétti og réttlátari dreifingu gæða og fjármuna. Formleg innleiðing aðferðarinnar hófst hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu árið 2009 og ný lög um opinber fjármál frá 2015 kveða á um að gerð frumvarps til fjárlaga skal taka mið að kynjaðri fjárlagagerð. Meðal sveitarfélaga hefur Reykjavíkurborg gengið lengst í að innleiða aðferðina, en relgur borgarinnar kveða á um að fjárhags- og starfsáætlunargerð skal byggjast á kynjaðri fjárhagsáætlunargerð. 

Markmið námskeiðisins er að auka þekkingu þátttakenda á hugmyndafræði og aðferðarfræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar og færni við að beita aðferðum hennar við áætlunargerð.  Í því felst að greina kynjaáhrif útgjalda og/eða þjónustu sem veitt er, endurmóta stefnumið og skiptingu fjármagns  sem og að flétta kynja- og jafnréttissjónarmiðum inn í öll ferli. 
Markhópur: Stjórnendur, millistjórnendur og sérfræðingar hjá opinberum stofnunum og hjá sveitarfélögum. 
Á námskeiðinu er fjallað um og farið í: 

- Hugmyndafræði kynjaðrar fjáhagsáætlunargerðar 
- Stöðu karla og kvenna á hinum ýmsu sviðum samfélagsins 
- Aðferðarfræði kynjaðrar fjáhagsáætlunargerðar 
- Aðferðafræði og reynslu Reykjavíkurborgar af kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð 
- Aðferðafræði og reynslu ríkisins af kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð 
- Æfingar við að beita aðferðum kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar 


Ávinningur þinn: 

- Þekking á undirstöðum kynjaðrar fjáhagsáætlunargerðar 
- Færni í að greina kynjaáhrif útgjalda og/eða þjónustu sem veitt er 
- Færni í að beita aðferðum kynjaðrar fjáhagsáætlunargerðar 
- Aukin þekking á leiðum til að draga úr misrétti og bæta nýtingu fjármuna 

Umsjón um námskeiðinu: Finnborg Salome Steinþórsdóttir frá Stjórnmálafræðideild HÍ og Lára Rúnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, en  námskeiðið var þróað í samvinnu  Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Reykjavíkurborgar. 

Finnborg Salome Steinþórsdóttir er doktorsnemi og stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún starfar í GARCI- verkefninu sem er samstarfsverkefni sjö háskólastofnanna í Evrópu og styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins. Í doktorsrannsókn sinni er Finnborg að skoða leiðir til þess að beita kynjaðri fjárhagsáætlunargerð í háskólasamfélaginu. 

Lára Rúnarsdóttir er með MA gráðu í kynjafræðum og starfar sem verkefnisstýra kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. 

Námskeið haldið fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13:00-16:00 og föstudaginn 5. febrúar 9:00-12:00  í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, Stakkahlíð, stofu K204 – Klettur.
Skráning á námskeiðið 
Verð: 23.500 kr. 

Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni. 

Skráning fer fram hér.