Öðlingurinn 2011 - átak í þágu jafnréttis

Í dag, á bóndadeginum, hefst átakið Öðlingurinn 2011, og stendur fram á konudaginn, 20. febrúar. Markmið Öðlingsins 2011 er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi.

Þrjátíu karlmenn munu skrifa pistla sem fjalla um jafnréttismál frá mörgum sjónarhornum, og verða birtir daglega á Vísisvefnum og reglulega í Fréttablaðinu á meðan á átakinu stendur. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur Á mannamáli, bók um kynbundið ofbeldi, er upphafskona Öðlingsátaksins. Hún kom þessu átaki af stað til að virkja ábyrga umræðu um jafnréttismál og með því að fá einungis karlmenn til að skrifa pistla er gerð tilraun til að rétta hlut karla í þessari umræðu og ljá þeim rödd.

Pistlana er hægt að lesa á Vísisvefnum.

Heimasíða: Öðlingsátaksins.