Ofbeldi á heimilum – áhrif á börn

Sunnudaginn 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í tilefni dagsins boða Zontaklúbbarnir á Akureyri og Jafnréttisstofa til hádegisfundar í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundurinn, sem ber yfirskriftina Ofbeldi á heimilum – áhrif á börn,  hefst klukkan 11:30 með léttum veitingum, - formleg dagskrá hefst klukkan 12:00.

Erindi flytja Björg Guðrún Gísladóttir höfundur bókarinnar Hljóðin í nóttinni, Guðrún Kristinsdóttir ritstjóri bókarinnar Ofbeldi á heimili, Halla Bergþóra Björnsdóttir Lögreglustjóri Norðurlandi eystra og Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar í Eyjafirði. Í lokin verður pallborð og umræður.

Allir eru hjartanlega velkomnir, aðgangseyrir er enginn en frjáls framlög vel þegin.

----
Sjá nánar hér