Ofbeldi gegn fötluðum konum

Út er kominn bæklingurinn Ofbeldi gegn fötluðum konum. Bæklingurinn var unnin í tengslum við rannsókn á aðgengi fatlaðra kvenna að stuðningsúrræðum vegna ofbeldis. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur eru miklu oftar beittar ofbeldi en fatlaðir karlar. Þær verða líka oftar fyrir ofbeldi en ófatlaðar konur. 
Í rannsókninni, sem unnin var af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands,  var talað við fatlaðar konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi og við ráðgjafa sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Til að gera rannsóknina fékk Rannsóknasetrið styrk úr Daphne II áætlun Evrópusambandsins.

Sjá nánar á heimasiðu Öryrkjabandalags Íslands, þar sem hægt er að nálgast bæklinginn á auðskildu máli, á táknmáli og sem hljóðskrá.