Óvæntar heimsóknir

Jafnréttisstofa fær oft góða gesti í heimsókn, sem vilja kynna sér starfsemi stofunnar.

Miðvikudaginn 11. apríl fengum við á Jafnréttisstofu óvænt góða gesti í heimsókn. Í hádeginu lítu inn til okkar frambjóðendur Samfylkingarinnar, Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarsson og Lára Stefánsdóttir. Þau snæddu hjá okkur hádegismat á meðan að við ræddum starfsemi Jafnréttisstofu. Þegar leið á daginn fengum við aðra óvænta heimsókn. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Höskuldur Þór Þórhallsson, í þriðja sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, litu stuttlega inn og ræddu við starfsmenn. Við þetta tækifæri stilltu Valgerður og Höskuldur sér upp með starfsfólki Jafnréttisstofu í smá myndatöku.