Ráðherra í heimsókn á Jafnréttisstofu

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti sér starfsemi Jafnréttisstofu á Akureyri í vikunni og ræddi við starfsfólk um áherslur í jafnréttismálum og helstu verkefni stofnunarinnar. Í för með ráðherranum voru Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður ráðherra, Höskuldur Þórhallsson, þingmaður, Ingi Valur Jóhannsson, Rán Ingvarsdóttir og Margrét Erlendsdóttir.