Ráðningar í opinber störf:

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands efna til hádegisfundar föstudaginn 2. febrúar, kl. 12:10-13:10, í Námunni hjá Endurmenntun í Tæknigarði. 

Eiríkur Tómasson prófessor og Brynhildur Flóvenz lektor munu flytja stutt erindi og fjalla um ábyrgð og afleiðingar við ákvarðanir í ráðningum; annars vegar út frá stjórnsýslulögum og hins vegar út frá jafnréttislögum.

Að loknum erindum þeirra munu þau taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Hólmfríði Garðarsdóttur dósent og formanni jafnréttisnefndar HÍ og Halldóri Jónssyni sviðsstjóra vísindasviðs HÍ.

Fundarstjóri: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor