Ráðstefna um föðurhlutverkið í tengslum við EM 2008

Í tengslum við EM 2008 í knattspyrnu heldur félagsmálaráðuneytið í Austurríki alþjóðlega ráðstefnu um föðurhlutverkið. Ráðstefnan er haldinn 23. júní í Vínarborg. Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða hvernig hægt er að hvetja karlmenn til að taka virkari þátt í foreldrahlutverkinu. Ýmsir sérfræðingar voru fengnir til þess að halda erindi í þessum tilgangi. Þar á meðal má nefna Ingólf V. Gíslason, lektor við Háskóla Íslands og mun hann meðal annars kynna fæðingarorlof feðra á Íslandi.

Undanfarin misseri hefur reglulega verið fjallað um fæðingarorlof feðra á Íslandi í mið-evrópskum fjölmiðlum. Þar á meðal má nefna mjög ítarlega umfjöllun þýska tímaritsins Spiegel, sem tók fæðingarorlofið sérstaklega fyrir í sérblaði um nútíma fjölskyldulíf í fyrrahaust (Spiegel Special nr.4/2007). Í þeirri grein var talað við nokkra íslenska feður um föðurhlutverkið og reynslu þeirra af því að vera í fæðingarorlofi.

Nánar upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér.