Rakarastofuráðstefna í Norræna húsinu

Í tilefni af formennskuári Íslands í Eystrasaltsráðinu verður haldin ráðstefna um karla og kynjajafnrétti í Norræna húsinu þann 23. maí næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að virkja karlmenn í baráttunni gegn mansali og efla þátttöku þeirra í úrræðum gegn kynbundnu ofbeldi. 

Fyrsta rakarastofuráðstefnan var haldin í janúar 2015 þegar Ísland og Súrinam stóðu sameignlega að rakarastofuráðstefnu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Þátttakendur og frummælendur á ráðstefnunni, þann 23. maí, munu koma frá félagasamtökum, stofnunum og alþjóðlegum samtökum sem láta sig málefnið varða. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.