Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

Jafnréttisstofa hefur gefið út bækling með mikilvægum upplýsingum fyrir erlendar konur á Íslandi. Bæklingurinn ber nafnið Réttur þinn og er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, taílensku, rússnesku og arabísku. Í honum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi íslenskt samfélag og réttarkerfi. Upplýsingar um jafnrétti kynjanna, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað, forsjármál, umgengnismál, fjármál, ofbeldi í nánum samböndum og hótanir. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnanna og félagasamtaka.
Efni bæklingsins og útgáfa hans er styrkt af Progress-áætlun Evrópusambandsins og Þróunarsjóði innflytjendamála og unnin í samstarfi við Stígamót og Mannréttindaskrifstofu Íslands ásamt fleiri stofnunum og félagsasamtökum til þess að tryggja að allar þær upplýsingar sem þörf er á séu til staðar í bæklingnum.

Bæklingurinn er bæði prentaður og gefinn út rafrænt til þess að auðvelda útbreiðslu og aðgengi. Hægt að nálgast bæklinginn rafrænt hér eða fá send prentuð eintök. Pantanir má senda á Jafnréttisstofu eða hringja í 460-6200.

Réttur þinn - Your rights (enska)
Réttur þinn - Twoje prowa (pólska)
Réttur þinn - Tus derechos (spænska)
Réttur þinn - ??????????? (thaílenska)
Réttur þinn - ???? ????? (rússneska)
Réttur þinn - ?????  (arabíska)