Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi - ný útgáfa

Komin er út fjórða útgáfa bæklingsins Réttur þinn – Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi.

Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka.


Bæklingurinn er bæði prentaður og gefinn út rafrænt á sjö tungumálum, hver bæklingur er jafnframt á íslensku. Hægt að nálgast bæklinginn rafrænt hér að neðan eða fá send prentuð eintök. Pantanir má senda á netfang Jafnréttisstofu (jafnretti [hja] jafnretti.is).

Arabíska - enska - franska - pólska - rússneska - spænska - taílenska