Rjúfum hefðirnar-Förum nýjar leiðir

Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal til að vekja athygli á nauðsyn þess að rjúfa staðalmyndir kynjanna á vinnumarkaði en kynbundið starfsval er samfélagslegt vandamál sem hindrar bestu nýtingu mannauðsins og dregur úr fjölbreytni og sveigjanleika vinnumarkaðarins. Ýmsar rannsóknir benda til að kynjaskiptur vinnumarkaður sé hindrun í vegi fyrir jafnri stöðu karla og kvenna þar sem hann viðheldur m.a. launamun kynjanna en í ár eru 50 ár frá gildistöku laga um launajöfnuð kvenna og karla á Íslandi.Myndirnar á dagatalinu eru eftir ljósmyndarann Önnu Maríu Sigurjónsdóttur en þær eru af íslenskum konum og körlum í óhefðbundnum störfum sem eru góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk sem er að huga að náms- og starfsvali. Dagatölum Jafnréttisstofu hefur verið dreift í alla skóla landsins undanfarin ár og svo er einnig að þessu sinni en jafnréttislög kveða á um skyldur skóla hvað varðar jafnréttisfræðslu sem felur m.a. í sér að opna augu ungs fólks fyrir mikilvægi þess að velja nám og störf með tilliti til áhugasviðs og hæfileika en ekki kyns.

Afnám staðalmynda á vinnumarkaði er ein af megin áherslum norræns samstarfs í jafnréttismálum árið 2011 og því ætti dagatalið að reynast gott innlegg í umræðuna hérlendis.

Dagatalið má finna hér en því verður dreift í alla skóla landsins, til stofnana og skrifstofa sveitarfélaga. launajöfnuð kvenna og karla hérlendis.