Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir

Kvennafrídaginn, 24. október n.k., boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrarbæ til hádegisfundar undir yfirskriftinni Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir. Fundurinn, sem haldinn verður á Hótel KEA, verður helgaður kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði.
Kynskiptur vinnumarkaður er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Nýleg kjarakönnun BHM sýnir t.d. fylgni á milli fjölda kvenna í aðildarfélagi og launa, - því fleiri konur því lægri laun. Ef takast á að uppræta launamisréttið þarf markvisst að vinna gegn kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði. Fundurinn er öllum opinn.

Dagskrána má nálgast hér