Samstarf Jafnréttisstofu og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ)

Gæðaverkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hvetur íþrótta- og ungmennafélög til að huga vel að jafnréttismálum í sínu starfi og setja sér jafnréttisáætlun.

Í kjölfar #MeToo umræðunnar tóku ÍSÍ og Jafnréttisstofa höndum saman með það að markmiði að aðstoða íþróttafélög við gerð jafnréttisáætlana þar sem m.a. kemur fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

Afrakstur samstarfsins eru leiðbeiningar fyrir íþrótta- og ungmennafélög um gerð jafnréttisáætlana og drög að jafnréttisáætlunum fyrir minni og stærri félög. Öll íþrótta- og ungmennafélög geta nýtt sér þessi gögn og þannig auðveldað sér vinnuna við jafnréttisáætlanagerðina.

Jafnréttisstofa og ÍSÍ hvetja alla sambandsaðila ÍSÍ til að tryggja öllum einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til íþróttaiðkunar og öruggt umhverfi laust við áreitni og ofbeldi.

Nánar um samstar ÍSÍ og Jafnréttisstofu.

Leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana má finna hér.