Samstarfssamningur FKA, Viðskiptaráðs og SA engu skilað

Fyrirtækjum þar sem bæði konur og karlar eru í stjórn fækkaði um 16 á síðasta ári. Hlutfall fyrirtækja með bæði kyn í stjórn er nú 14% en var 15% á árinu 2008. Þetta kom fram á aðalfundi FKA – Félags kvenna í atvinnurekstri og í fréttum Mbl. í gær. Þetta gerist þrátt fyrir að á síðasta ári hafi verið skrifað undir samstarfssamning milli FKA, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að þessir aðilar myndu hvetja til og leggja áherslu á að fjölga konum í forystusveit í íslensku viðskiptalífi. Í samstarfssamningnum segir einnig orðrétt: „Með þessu tekur viðskiptalífið sjálft ábyrgð og forystu í þessu brýna hagsmunamáli.“ Ljóst er af ofangreindum upplýsingum, sem Creditinfo kynnti á aðalfundinum í gær, að viðskiptalífið þarf að taka sig verulega á til þess að markmiðum samstarfssamningsins um að jafna kynjahlutföll í forystu viðskiptalífsins.

Samstarfssamninginn má finna hér