Siðanefnd SÍA úrskurðar um Coke Zero

Siðanefnd sambands íslenskra auglýsingastofa hefur úrskurðað í kærumáli til nefndarinnar varðandi herferð Vífilfells fyrir Coke Zero.

Siðanefndin hefur tekið kæru Katrínu Oddsdóttur á hendur Vífilfelli fyrir. Komst hún að þeirri niðurstöðu að hluti herferðarinnar brjóti í bága við 1. grein siðareglna SÍA um almennt velsæmi. Kæran tilgreinir ætluð brot á siðareglum SÍA með auglýsingum sem birtust m.a. á heimasíðu Vífilfells og mbl.is, þar sem markmiðið er að kynna vöruna Coke Zero. Nánar um úrskurðinn hér.