Sköpum umhyggjusama fyrirtækjamenningu

Nú er kominn út bæklingur frá evrópska FOCUS-verkefninu (Fostering Caring Masculinities) sem Jafnréttisstofa hefur verið aðili að. Bæklingurinn er gefinn út til þess að hvetja fyrirtæki til að auðvelda starfsfólki sínu að samhæfa fjölskyldu og einkalíf og veita ráð um hvernig það megi gera byggt á niðurstöðum verkefnisins.


Í bæklingnum eru lagðar til ýmsar aðferðir sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að hjálpa starfsfólki sínu
til að samhæfa atvinnu- og einkalíf. Bent er á að það er fyrirtækjum í hag að vera aðlaðandi vinnustaður.
Góð starfsmannastefna getur bæði þjónað fyrirtækinu sem leið til að ná í gott starfsfólk og aukið og viðhaldið
ánægju og lífsgleði starfsfólks svo það endist betur í starfi. Á markaði þar sem mikil samkeppni er um besta og
áhugasamasta starfsfólkið, verða þau fyrirtæki ofan á sem leggja áherslu á jafnrétti, fjölskylduvænt
vinnuumhverfi og skýra starfsmannastefnu.

Bæklinginn má lesa hér eða fá sendan í pósti.


Fleiri dæmi um aðferðir sem hafa reynst vel hjá fyrirtækjum og stofnunum má lesa á
heimasíðu FOCUS-verkefnisins.