Sköpunarmáttur, andóf og konur

Fimmtudaginn 8. september kl. 14:30-16:00 heldur Nawal El Saadawi fyrirlestur í Norræna húsinu á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Bókmenntahátíðar í Reykjavík, sem hún kallar „Creativity, Dissidence and Women“ eða „Sköpunarmáttur, andóf og konur“. Í fyrirlestrinum mun El Saadawi kanna merkingu hugtakanna, sköpunarmáttur, andóf og konur, og velta fyrir sér tengslum þeirra við trúarbrögð. Hún mun jafnframt ræða þá ógn sem harðstjórnum heimsins stafar af sköpunarmætti kvenna.

Að fyrirlestri El Saadawi loknum verða pallborðsumræður en þeim stýrir Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Þátttakendur í pallborði verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. utanríkisráðherra; Hoda Thabet, doktorsnemi við íslensku- og menningardeild og stundakennari við HÍ; og Khaled Mansour, sérfræðingur hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og nemandi við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ.

Hér má sjá heimasíðu Nawal El Saadawi