Skýrsla um jafnrétti á norðurslóðum

Skýrslan Gender Equality in the Arctic: Current Realities, Future Challenges er komin út. Skýrlan er unnin af utanríkisráðuneytinu og byggir á tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í lok október síðastliðinn.Markmiðið með ráðstefunni var að stuðla að víðtækri og markvissri umræðu um jafnréttismál á norðurslóðum og leggja grunn að samstarfi þeirra hagsmunaaðila sem rannsaka, kenna, miðla og stuðla að jafnrétti kynjanna á svæðinu.

Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins segir: „Í skýrslunni eru dregnar saman niðurstöður ráðstefnunnar sem beina sjónum að mikilvægi fjölbreytni í starfi og framtíðarmótun norðurslóðastefnu. Þar kemur fram að gera verði ráð fyrir ólíkum áhrifum efnahags- og umhverfismála á karla og konur; leggja eigi áherslu á að vefa jafnréttisþáttinn inn í þróun á norðurslóðum, tryggja að Norðurskautsríkin hafi kynjajafnrétti að leiðarljósi og að jafnréttismál verði sett í forgang.“

Skipuleggjendur ráðstefnunnar voru auk utanríkisráðuneytisins, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanet Íslands.

Nálgast má skýrsluna hér.