Staða kynjanna á Íslandi 2008

Í síðasta mánuði gaf Jafnréttisstofa í samstarfi við Hagstofu Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneyti út bæklinginn Women and Men in Iceland 2008. Um er að ræða samantekt á helstu tölum um hlutfall kynjanna í ýmsum málaflokkum. Í bæklingnum er meðal annars að finna upplýsingar um stöðu kynjanna á atvinnumarkaðnum, í menntakerfinu og í áhrifastöðum. Bæklingurinn er á ensku og er meðal annars ætlaður til að kynna stöðu jafnréttismála á Íslandi erlendis.
Bæklinginn er hægt að nálgast í heilu lagi á pdf-formi.