Stígamót halda námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Boðið er upp á ítarlegt tveggja daga námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstaka áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Tilgangurinn er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynferðisofbeldi gegn konum. Námskeiðið er haldið af starfsfólki Stígamóta, og áherslunnar eru byggðar á reynslu Stígamóta af baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í baráttunni.

Markmiðið er að fara dýpra í mikilvæga þætti þessarar umræðu, þ.a.m. fjölbreyttar birtingarmyndir kynferðisofbeldis, afleiðingar kynferðisofbeldis, brotaþolavæn umræða, reynsluheimur kvenna, kynjamisrétti, klám, nauðgunarmenning, forréttindi karla og umræðan um ofbeldismenn.  Áherslan verður á uppbyggilegar umræður um þessi þemu með það að markmiði að skoða hvað karlmenn geta gert í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Til þess verða skoðaðar ólíkar áherslur og einnig verður farið í hugarflæðisvinnu um aðgerðir til að virkja fleiri karla. Dagskráin verður fjölbreytt með margskonar fyrirlestrum, heimildamyndum, æfingum og umræðum. Hún verður kynnt þegar styttist í námskeiðið. Námskeiðið er ókeypis og er fyrir karla 18 ára og eldri.

Staður: Stígamót, Laugavegi 170, 2. hæð

Tími: 24.-25. febrúar 2018 kl. 9:00-16:00

Umsóknarfrestur: 1. febrúar 2018

Skráning fer fram hér:
https://goo.gl/forms/TW6fxE9vrEmCRvCR2 


Nánari upplýsingar: hjalmar[at]stigamot.is