Styrkir til atvinnumála kvenna

Félags- og tryggingamálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2010Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi atriðum

    - Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu
    - Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
    - Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun 
    - Viðskiptahugmynd sé vel útfærð 
    - Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, 
      hönnunar og efniskostnaðar.  Ennfremur eru veittir styrkir til að hrinda fullmótuðum viðskiptaáætlunum í 
      framkvæmd.
    - Atvinnulausum konum gefst tækifæri á að sækja um styrki vegna sinna hugmynda að uppfylltum ofangreindum 
      skilyrðum.

Ekki eru veittir styrkir til stærri fjárfestinga í aðstöðu, tækjum og búnaði né vegna rekstrarkostnaðar.  Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni er kr. 30.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 2.000.000 en ekki eru veittir styrkir sem eru lægri en kr. 300.000.
 
Umsóknarfrestur er til 07.02.2010 og sækja skal um rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is

Nánari upplýsingar er að finna í síma 582-4914