Styttra á milli Akureyrar og Kópavogs en Kópavogs og Kópavogs

Í gær var styttra milli Akureyrar og Kópavogs en Kópavogs og Kópavogs. Þetta fékk Arnfríður Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, að reyna. Hún brá sér af bæ og hitti leikskólastjóra í Kópavogi. Á meðan það tók leikskólastjóra, búsetta í Kópavogi, tvo klukkutíma að komast á Bæjarskrifstofur Kópavogs tók sama ferðalag frá Akureyri ekki nema klukkutíma. Ferðalagið var engu að síður vel þess virði og leikskólastjórar fengu fræðslu um staðalmyndir kynjanna og tilgang jafnréttisáætlana í skólastarfi.

Leikskólar Kópavogsbæjar búa svo vel að til er metnaðarfull jafnréttisstefna fyrir skólana sem einungis þarf að endurskoða og uppfæra. Í framhaldinu mun síðan hver skóli fyrir sig setja sér sína eigin aðgerðaáætlun.

Sjá frétt um færð í Kópavogi