Tæklum þetta!

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fimmtudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri.  Yfirskrift fundarins er Tæklum þetta! Viðbrögð Íþróttahreyfingarinnar við #MeToo. Húsið opnar kl. 11:30 og dagskrá hefst kl. 11:55. Inngangseyrir 1.000 kr. og eru léttar veitingar innifaldar. Allur inngangseyrir rennur óskiptur til Aflsins.

 

Halla Bergþóra Björnsdóttir Lögreglustjóri Norðurlandi eystra ávarpar fundinn.
Frummælendur eru:
Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri Íþróttir í öruggu umhverfi
Anna Soffía Víkingsdóttir Judokona og sérfræðingur hjá RHA #MeToo: Áhrif byltingar
Fundarstjóri er Ragnheiður Runólfsdóttir ólympíufari og sundþjálfari
Að fundinum standa Zontaklúbburinn Þórunn hyrna, Zontaklúbbur Akureyrar og Jafnréttisstofa.