Þjóðfundur 1. des með grunnskólanemendum

Háskólinn á Akureyri og Jafnréttisstofa efna til þjóðfundar föstudaginn 1. desember með nemendum í 10. bekk grunnskólanna á Akureyri. Alls munu um 160 nemendur taka þátt. Umræðuefnið að þessu sinni er jafnrétti sem er einn af grunnþáttum menntunar. Auk nemenda munu kennarar og nemendur HA taka þátt.

Þjóðfundinn hefst kl. 10 og stendur til kl 12. Niðurstöður þjóðfundarins verða kynntar milli kl. 12 og 13 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri og er öllum opinn.

Bæjarbúar allir svo og starfsfólk og nemendur HA eru sérstaklega hvattir til að kynna sér það sem unga fólkið hefur fram að færa.

Að lokinni kynningu munu grunnskólanemendur hringja Íslandsklukkunni 17 sinnum en að því loknu verður boðið upp á smákökur og kakó í anddyri háskólans.

Við hlökkum til að sjá ykkur!