Þriðjungur evrópskra kvenna hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi

Þriðjungur kvenna í löndum Evrópusambandsins hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi eða hvoru tveggja. Þetta staðfestir rannsókn Evrópustofnunar grundvallarmannréttinda (FRA - The European Union Agency for Fundamental Rights), sem kynnt var í Brussel þann 6. mars sl.
Rannsóknin náði til 42.000 kvenna á aldrinum 18 til 74 ára í öllum 28 löndum ESB og er stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði. Í rannsókninni kemur fram að 22 prósent kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi eða kynferðislegu ofbeldi eða hvoru tveggja af hálfu maka. Jafnframt sýna niðurstöður að fimm prósentum svarenda hafði verið nauðgað. Þá sýna niðurstöður að mikill meirihluti þolenda ofbeldis tilynnir það hvorki til lögreglu né samtaka sem veitt geta þeim stuðning.

Daniela Bankier, starfandi framkvæmdastjóri jafnréttismála hjá Framkvæmdastjórn ESB lagði mikla áherslu á að nú, vegna rannsóknarinnar, væri hægt að fullyrða um umfang ofbeldis gegn konum í Evrópu, ekki síst kynferðisofbeldis. „Nú höfum við upplýsingar frá allri Evrópu. Við þurfum ekki lengur að byggja á mati þegar við fjöllum um þessi mál“, sagði Bankier.

Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar er að finna HÉR







Daniela Bankier, starfandi framkvæmdastjóri jafnréttismála hjá Framkvæmdastjórn ESB
(http://fra.europa.eu/sites/default/files/styles/fra_large/public/fra_images/_ez_8314.jpg)