Þrír áhugaverðir fyrirlestrar í vikunni

Jafnréttisstofa vill benda á þrjá áhugaverða fyrirlestra í vikunni. Á fimmtudaginn flytur Arnar Gíslason fyrirlestur um karla og fóstureyðingar og dr. Yvonne Fulbright fjallar um kynfræðslu íslenskra mæðra. Á föstudaginn flytur svo Gyða Margrét Pétursdóttir erindið Skreppur og Pollýanna.

Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann?
Á hádegisrabbi RIKK flytur Arnar Gíslason, kynjafræðingur erindið "Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann?". Rabbið fer fram fimmtudaginn 27. september í Þjóðarbókhlöðu, sal við kaffistofu, kl. 12:00-13:00.

Kynfræðsla íslenskra mæðra
Dr. Yvonne Fulbright, kynfræðingur sem nýlega hefur lokið doktorsprófi við New York University flytur opinberan fyrirlestur á vegum hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands, Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir og Kynfræðifélags Íslands fimmtudaginn 27. september kl. 15:00. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 103 í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar HÍ, Eiríksgötu 34. Dr. Yvonne mun fjalla um viðtöl sem hún tók við íslenskar konur á aldrinum 20-24 ára um upplifun þeirra af kynfræðslu mæðra þeirra.

Skreppur og Pollýanna: Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu
Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur flytur erindið ,,Skreppur og Pollýanna: Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu" í boði Rannsóknastofu í vinnuvernd föstudaginn 28. september kl. 12.15 – 13. 15. Fyrirlesturinn verður Háskóla Íslands, Lögbergi stofu 201.