Þrjú ný álit kærunefndar jafnréttismála

Málin sem um ræðir eru mál, 13/2006 gegn utanríkisráðuneytinu, nr. 10/2006 gegn Fjölskyldu- og styrktarsjóði BHM, BSRB og KÍ og nr. 7/ 2006 gegn Háskóla Íslands.



Mál nr. 13/2006, gegn utanríkisráðuneytinu snýst um greiðslu eftirlauna. Kærunefndin telur það ekki ganga gegn jafnréttislögum. Úrskurðinn má lesa hér.

Mál nr. 10/2006 gegn Fjölskyldu- og styrktarsjóði BHM, BSRB og KÍ snýst um synjun styrks til föður í fæðingarorlofi. Kærunefndin telur synjunina brot á jafnréttislögum á þeim grundvelli að umrædd mismunun verði ekki réttlætt á grundvelli hlutlægra sjónarmiða sem lúta að fæðingarorlofi kvenna sérstaklega. Úrskurðinn má lesa hér.

Mál nr. 7/ 2006, gegn Háskóla Íslands varðar stöðuveitingu. Kærunefndin telur að hér hafi átt sér stað brot á jafnréttislögum. Úrskurðinn má lesa hér.