Til hamingju með daginn!

Jafnréttisstofa vill nota tækifærið og minna á allar þær skemmtilegu uppákomur sem eru skipulagðar í tilefni dagsins. En þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Kl. 12:00 Máttur á milli landa - beislum mannauðinn!
                
ASÍ, BHM, KÍ, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa til fundar á Grand Hótel.

Kl. 12:15: Kynjafræði, fæðingastaður og ráðandi þekking í fæðingarhjálp    
                
Ólöf Ásta Ólafsdóttir flytur fyrirlestur á vegum RIKK fimmtudaginn, í stofu 132 í Öskju.

Kl. 14:00 ? 17:00 Stígamót bjóða til afmælisveislu. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og vöfflur í húsi þeirra við Hlemm.

Kl. 16:30 Hvað ætlar ÞÚ að gera til að bæta stöðuna á milli kynjanna?
                
Femínistafélag Akureyrar boðar til fundar í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna og eins árs 
             afmælis Femínistafélags Akureyrar. Fundurinn verður haldinn í stofu L201 í Háskólanum á Akureyri, að Sólborg.

Kl. 17:00 Virkjum kraft kvenna, Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Kl. 20:00 Femínistagleði á baráttukvöldi BRÍETA Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna efnir 
             femínistafélagið Bríet til baráttugleði á Barnum (22) kl. 20:00. Kvöldið verður pakkfullt af baráttuþrungnum 
             þrumuræðum, tónlist og skemmtilegheitum.

Nánari upplýsingar um dagsrkár má finna á atburðardagatali hér til vinstri.