Umhverfi og neysla

Miðvikudaginn 25. janúar mun Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi hjá Neytendasamtökunum flytja erindi undir yfirskriftinni Umhverfi og neysla. Torgið hefst kl. 12.00 og er haldið í stofu M102. Allir velkomnir.Eins og alkunna er þá hefur fólk oftar en ekki litla sem enga tengingu við framleiðslu neysluvarnings sem gjarnan fer fram í fjarlægum löndum. Í erindi á jafnréttis- og félagsvísindatorgi fjallar Brynhildur Pétursdóttir um áhrif neyslu á umhverfið.  Brynhildur veltir því upp hver sé ábyrgð neytenda. Einnig mun hún minnast á mismunandi neyslumynstur kynjanna og hvort konur leiki ef til vill mikilvægara hlutverk varðandi siðræna neyslu en þær geri sér grein fyrir.
 
Brynhildur er sérfræðingur Neytendasamtakanna í siðrænni neyslu og umhverfismálum og hefur skrifað fjölda greina um málaflokkinn. Hún er jafnframt ritstjóri Neytendablaðsins.