UN Women

Stofnunin UN Women auglýsir um þessar mundir eftir starfsfólki í 6 stjórnunarstöður hjá höfuðstöðvum samtakanna í New York en umsóknarfrestur rennur út 14.-15. febrúar nk.Í Janúar sameinuðust fjórar systurstofnanir sem hafa starfað að velferð og auknum áhrifum kvenna víða um heim (Unifem, DAW, OSAGI, INSTRAW) innan Sameinuðu þjóðanna og hlaut hin sameinaða stofnun nafnið Jafnréttisstofnun Sþ eða UN Women (United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women). Þetta er mjög góð tíðindi innan alþjóðasamfélagsins en með breytingunni fá málefni kvenna aukið vægi innan Sameinuðu þjóðanna.

Helstu áherslur UN Women eru afnám ofbeldis gegn konum, aukin mannréttindi, friður og öryggi, leiðtogaþjálfun og þátttaka kvenna í atvinnulífinu, efnahagsleg valdefling kvenna ásamt því að vinna áfram að þúsaldarmarkmiðunum.

Upplýsingar um þau stjórnunarstörf sem eru laus til umsóknar hjá UN Women eru á vefslóðinni: 
http://www.unwomen.org/about-us/employment/