Uppboð til styrktar Neyðarmóttöku

Karlkynsöðlingarnir, sem tóku þátt í Öðlingsátakinu sem hófst á bóndadag og þeir stóðu að fram til konudagsins 21. febrúar sl., hafa óskað eftir því að kveðja sinn hluta átaksins með stæl og efna til uppboðs til styrktar Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Uppboðið fer fram á Grand Hótel í Reykjavík, miðvikudaginn 17. mars kl. 17.00.
Mikið verður um dýrðir sem bjóða má í, t.d. ætlar knattspyrnugoðið Rúnar Kristinsson að bjóða upp knattspyrnutreyju frá ferli sínum, hljómsveitin Baggalútur ætlar að bjóða upp tónlistaruppákomu (öll sveitin!), leikarinn Björn Hlynur ætlar að bjóða upp lögregluskjöld sem hann notaði í þáttaröðinni Hamarinn, varaborgarfulltrúinn Dofri Hermannsson ætlar að yrkja frumsamið lofkvæði um þann sem býður best, o.sv.fr.

Allir eru velkomnir til að taka þátt í uppboðinu.

Sjá einnig www.odlingurinn.is