Upplýsingar á ensku um jafnréttismál


Jafnréttisstofa hefur tekið saman umfangsmikinn upplýsingapakka á ensku um jafnréttismál á Íslandi.

Í útgáfunni er að finna kynningu á íslenskri jafnréttislöggjöf og þeim opinberu aðilum sem starfa á sviði jafnréttismála hérlendis. Þá er einnig að finna upplýsingar um félagasamtök og aðra aðila sem koma að málaflokknum. 

Fyrirhugað er að útgáfan verði endurskoðuð árlega.  Útgáfan er liður í endurbótum á enskri heimasíðu Jafnréttisstofu sem opnuð verður bráðlega.

Upplýsingapakkann má nálgast hér