Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands

Mánudaginn 19. júní fara fram styrkveitingar úr Jafnréttissjóði Íslands og mun félags- og jafnréttisráðherra veita styrkina við formlega athöfn í Silfubergi A í Hörpu kl. 09:00 - 11:00. Allir velkomnir.

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og alþjóðavísu.