Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði og veiting jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttissjóður veitir í dag fimm styrki til rannsókna á sviði jafnréttismála og kynnir verkefni sem fengu styrk á síðasta ári. Jafnréttisráð veitir einnig sína árlegu viðurkenningu á sama tíma. Dagskráin fer fram kl. 15-19 á Hilton Reykjavík Nordica (áður Nordica) 2. hæð.


Jafnréttissjóður:

Árið 2005 samþykkti ríkisstjórn Íslands að stofna sérstakan rannsóknarsjóð, Jafnréttissjóð, sem ætlað er að veita fé til rannsókna á stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði. Til rannsókna í þessu sambandi teljast m.a. rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði og enn fremur rannsóknir á áhrifum gildandi löggjafar, svo sem ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof og um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs. Sérstaklega er horft til þátttöku ungra vísindamanna í þessum rannsóknarverkefnum.

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs:

Viðurkenninguna geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða.

Dagskrá:

Kl. 15:00-16:20

Forsætisráðherra afhendir styrki Jafnréttissjóðs fyrir árið 2007

Kynntar verða niðurstöður og framgangur verkefna sem fengu styrk árið 2006.

  • Félagsleg áhrif launavæntingar kynjanna. Styrkþegi og verkefnisstjóri Haukur Freyr Gylfason
  • Kynbundið starfsval og gildi – samband launa, viðurkenningar og verðleika. Styrkþegi og verkefnisstjóri er Agnes Sigtryggsdóttir
  • Reynsla af fæðingarorlofi og samspili vinnu og einkalífs frá sjónarhóli feðra og maka þeirra. Styrkþegi og verkefnisstjóri er Auður Arna Arnardóttir
  • Óútskýrður launamunur kynjanna. Styrkþegi og verkefnisstjóri er Þorlákur Karlsson
  • Umönnun og atvinnuþátttaka foreldra barna 3 ára og yngri – Hvaða áhrif hafa lög um fæðingar- og foreldraorlof haft? Styrkþegi og verkefnisstjóri er Guðný Björk Eydal

Kl. 16:20-17:00 Jafnréttisviðurkenning 2007

Félagsmálaráðherra afhendir Jafnréttisviðurkenningu ársins 2007.

Kl. 17:00- Léttar veitingar

Allar nánari upplýsingar veitir:

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður Jafnréttissjóðs, í gsm. 892 7982 eða gylfidal@hi.is.

Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður Jafnréttisráðs, í síma 551 0668 eða ingolfur@jafnretti.is