Útifundur á Ráðhústorgi 8. desember

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til útifundar á Ráðhústorgi á Akureyri föstudaginn 8. desember kl 17:00.

Þann 25. nóvember var 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 16 sinn út um allan heim. 16 daga átak hefur í 16 ár unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.

Yfirskrift átaksins í ár er : 16 dagar í 16 ár: eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum. Átakið í ár er tileinkað mannréttindafrömuðum sem hafa átt þátt í 16 daga átaki og þeim sem hafa þurft að þola ofsóknir og ofbeldi vegna starfs síns að jafnréttismálum og jafnvel látið lífið. Á fjórða tug íslenskra samtaka og stofnana standa sameiginlega að átakinu.

Meðal dagskráratriða á útifundinum á Ráðhústorgi eru stutt ávörp og söngur barnakóra, auk þess sem kveikt verður á kertum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis.

Kerti verða seld á torginu og mun ágóðinn renna til Aflsins sem eru systursamtök Stígamóta á Akureyri.

Þau félög sem standa að útifundinum eru:

Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna

Zontaklúbbur Akureyrar

Feministafélag Akureyrar

Jafnréttisstofa

Aflið ? systursamtök Stígamóta

Menntasmiðja kvenna

Jafnréttisstofa

UNIFEM á Íslandi

Kvennasamband Eyjafjarðar

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar

Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands

Norðurlandsdeild Hjúkrunarfélags Íslands

Ladies Circle Íslandi

Nánari upplýsingar veita Valgerður H. Bjarnadóttir í síma 895 3319 og Margrét Kristín Helgadóttir 867 2266