Útlitsdýrkun og lýtaaðgerðir - er of langt gengið?

Þann 8. mars munu Zontaklúbbarnir á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu, FSA, Akureyrarbæ, Íslandsbanka, Landsbankann og Sparisjóð Höfðhverfinga boða til hádegisfundar á hótel Kea um útlitsdýrkun og lýtaaðgerðir.
Á fundinum mun Ebba M. Magnúsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir velta fyrir sér hvers vegna konur fara í lýtaaðgerðir og afleiðingum þeirra, hvað stýrir sjálfsmynd kvenna á 21. öldinni og hvort útlitsdýrkun sé farin út fyrir ákveðin mörk.
Fundarstjóri: Dr. Ólöf Sigurðardóttir, yfirlæknir á rannsóknardeild FSA

Salurinn opnar kl. 11:30
Léttar veitingar í boði, öll velkomin.