Útvarpsþáttaröð um konur og sveitarstjórnarmál

Í kjölfar þingsályktunartillögu síðastliðið vor, þar sem Jafnréttisstofu var falið að stuðla að aðgerðum til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum voru gerðir sex útvarpsþættir um stöðu kvenna á sveitarstjórnarstiginu.  Þáttaröðin nefnist Sveitarstjórnarmál - Kjörlendi kvenna en fyrsti þátturinn var sendur í loftið á Rás 1 þann 23. janúar síðastliðinn.  Í þessum fyrsta þætti var m.a. rætt við Auði Styrkársdóttur,stjórnmálafræðing og Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu um stöðu kvenna í sveitastjórnum hérlendis fyrr og nú, Guðrúnu Björnsdóttur, sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna og Halldór Halldórsson, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Edda Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona er umsjónarmaður þáttanna en hún beinir sjónum að sveitarstjórnarstiginu og þá sér í lagi konum og leitar svara víða, bæði meðal fræðifólks og þeirra sem reynslu hafa af setu í sveitarstjórnum víða um land.

Þættirnir verða fluttir vikulega, laugardaga kl:13:00 og endurteknir á miðvikudögum

Næsti þáttur fjallar um prófkjör, persónukjör og uppstillingar
Þriðji þátturinn  fjallar um stjórnmálaþátttöku kvenna á sveitarstjórnarstiginu á Norðurlöndunum

Fyrsta þáttinn má nálgast hér