Vændi á Norðurlöndunum - norræn ráðstefna í Stokkhólmi

Ráðstefna um norræna rannsóknarverkefnið "Vændi á Norðurlöndunum" verður haldin 16. og 17. október 2008 í Stokkhólmi. Á ráðstefnunni verður reynt að svara ýmsum spurningum um útbreiðslu og birtingarmyndir vændis og mansals á Norðurlöndum. Einnig verður skoðað hvaða viðhorf fólk á Norðurlöndunum hefur til vændis, hvernig tekið er á vændi réttarfarslega séð og er einhver munur á félagslegum úrræðum á Norðurlöndunum hvað varðar vændi og mansal.

Ráðstefnan fer fram á skandinavísku (dönsku, norsku og sænsku).

Ókeypis er á ráðstefnuna en ferðalög og uppihald greiðist af þátttakendum.
Þó er boðið upp á ferðastyrki fyrir frjáls félagasamtök, ungt fólk og fleiri. Umsókn um ferðastyrk skal send til NIKK í síðasta lagi þann 15. ágúst.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á vefsíðu NIKK. Skráning þarf að berast í síðasta lagi þann 22. ágúst.

Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu RIKK ásamt dagskrá ráðstefnunnar.

Dagskráin er sett fram með fyrirvara um breytingar.