Vændi er ekki íþrótt!

Áskorun undir þessum titli var afhent í þýska sendiráðinu klukkan tvö í dag og fulltrúum KSÍ klukkan þrjú. Þessi áskorun er lögð fram í nafni 14 félagasamtaka sem vilja leggja áherslu á kynlífsiðnaðinn sem fyrligr heimsmeistarakepninni. Áskorunin hljómar svona: 

Í júní og júlí næstkomandi fer fram heimsmeistarakeppnin í fótbolta í Þýskalandi. Því miður hefur vændi verið lögleitt sem hver önnur atvinnugrein þar í landi og samkvæmt alþjóðasamtökunum Coalition Against Trafficing in Women er undirbúningur hafinn til að flytja inn 40.000 konur frá mið- og austur Evrópu. Þessar konur, eiga að ?þjóna? þeim körlum sem leggja leið sína á heimsmeistarakeppnina.

Með þessu er verið að blanda saman íþróttum og kynbundnu ofbeldi, ýta undir mansal og hlutgera konur sem kynlífsleikföng karlmanna. Vændi hefur alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir konur og aldrei er ásættanlegt að líkamar kvenna gangi kaupum og sölum. Við skorum á Knattspyrnusamband Íslands að mótmæla þeirri ofbeldisvæðingu sem á sér stað samhliða heimsmeistarakeppninni og koma þeim skilaboðum til FIFA. Einnig er skorað á þýsku ríkisstjórnina að axla félagslega ábyrgð, beita sér gegn mansali og öðru kynbundnu ofbeldi og lýsa því yfir að íþróttir og mannleg niðurlæging eigi ekki samleið.

Bríet ? félag ungra femínista
Femínistafélag Íslands
Konur gegn limlestingu
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélag Íslands
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
Prestur Innflytjenda
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Samtök um kvennaathvarf
Stígamót
UNIFEM á Íslandi
V-dagssamtökin