Vefsíða Evrópuverkefnis opnuð

Vefsíða Evrópuverkefnisins Tea for two, sem nefnt hefur verið Jafnréttisvogin á íslensku, hefur nú verið opnuð. Vefsíðan er á ensku og á henni má finna upplýsingar um verkefnið, sem er fjölþjóðlegt og undir stjórn Jafnréttisstofu.

Erlendir samstarfsaðilar Jafnréttisstofu við gerð Jafnréttisvogarinnar koma frá stofnunum í Búlgaríu, Grikklandi, Finnlandi og Noregi. Samstarfsaðilar verkefnisins hér á landi eru Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Rannsóknastofa í Kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands.

Jafnréttisvogin snýst um það að þróa tæki til þess að mæla stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum. Verkefninu lýkur með lokaráðstefnu í Reykjavík í nóvember nk. og útgáfu lokaskýrslu í desember.

Vefsíðu Jafnréttisvogarinnar má finna hér.