Vefsíðan Fjölbreytt forysta er komin í loftið

Vefsíðan fjolbreyttforysta.is er í eigu Jafnréttisstofu og er unnin með styrk frá Progress sjóði ESB. Síðunni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi jafnrar þátttöku kynjanna í forystu íslensks atvinnulífs.

Á vefsíðunni er að finna fræðsluefni um stjórnarhætti og stjórnunarstörf og viðtöl við fólk með reynslu af stjórnarsetu, sérfræðinga og fólk úr atvinnulífinu.
Einnig eru námskeið ýmissa aðila um stjórnarsetu og stjórnunarstörf kynnt á síðunni auk tengla á aðrar vefsíður eins og Lean In, Female Future NHO og fleiri sambærilegar síður sem fjalla um mikilvægi fjölbreytni í forystu fyrirtækja.