Vel heppnaður fræðslu- og samráðsfundur

Fræðslu- og samráðsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga var haldinn á Hótel Örk 21.-22. sept. sl.  

Um 60 manns mættu á fundinn sem var afar vel heppnaður og var ánægja meðal fundarmanna með þetta framtak félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á fundinum opnaði félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson heimasíðuna ?Jöfn framtíð fyrir stelpur og stráka? Á síðunni eru upplýsingar og góðar hugmyndir fyrir kynjameðvitaðar leiðbeiningar varðandi menntun og störf fyrir stráka og stúlkur. Tilgangur síðunnar er að foreldrar, kennarar og ráðgjafar, sem eiga að ráðleggja ungmennum varðandi menntun og störf, geti hér fundið efni til umhugsunar og innblásturs. Tengil á síðuna má finna hér til hægri.

Slæður fyrirlesara má finna hér á síðunni undir sveitarstjórnarmál / samráðsfundur.

http://www.jafnretti.is/jafnretti/ReadDocument.aspx?ID=71&parentID=25