Velferðarráðherra fundar með starfsfólki Jafnréttisstofu

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra heimsótti starfsfólk Jafnréttisstofu síðastliðinn föstudag og sat fund um starfssemi stofunnar og brýnustu verkefni framundan. Á fundinum var m.a. rætt um launamisrétti, fræðslustarf, jafnréttisáætlanagerð sveitarfélaga og stofnana auk þess sem farið var yfir helstu þætti sem þarf að hafa í huga við endurskoðun jafnréttislaga. Í för með ráðherranum voru Guðríður Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, Ingi Valur Jóhannsson, og Björg Fenger.