Viðburðir í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í því tilefni verða ýmsir viðburðir á dagskrá hér á landi og erlendis. Jafnréttisstofa er einn margra aðila sem standa að hádegisverðarfundi á Grand Hóteli í Reykjavík frá 12-13:15.Norðurlandaráð fjallar um jafnréttismál í málstofum í Norræna húsinu frá 15-18, og í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur verða ýmis erindi frá 17-19. Þá vill Jafnréttisstofa vekja athygli á upplýsingasíðu Sameinuðu þjóðanna (á íslensku), þar sem m.a. er að finna ávarp framkvæmdastjóra SÞ í tilefni dagsins.