Viðurkenning KRFÍ veitt Spjallinu með Sölva

Sölvi Tryggvason, dagskrárgerðarmaður hlaut viðurkenningu Kvenréttindafélags Íslands í síðustu viku fyrir jöfn kynjahlutföll viðmælenda í spjallþáttunum „Spjallið með Sölva“ á Skjá 1. Það var Margrét K. Sverrisdóttir sem afhenti Sölva viðurkenningarskjalið.

Á súpufundi KRFÍ í byrjun nóvember voru kynntar tvær óformlegar kannanir á sýnileika kvenna í viðtalsþáttum í sjónvarpi og útvarpi. Þar kom í ljós að Sölvi getur það sem þáttastjórnendur á ríkisfjölmiðlum geta ekki; að hafa jafnt kynjahlutfall meðal viðmælenda í þáttum sínum. Þeir þættir sem voru athugaðir voru Silfur Egils, Kastljós og Spjallið með Sölva, ásamt útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1. Það var Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi sem gerði úttektina á þáttum Sölva, ásamt Kastljósinu og Silfri Egils. KRFÍ athugaði einnug Silfur Egils ásamt Vikulokunum.

Greint var frá þessu í fréttatíma stöðvarinnar. Hér má sjá fréttina.