Vinnumarkaður Evrópu knúinn af konum

Samkvæmt fréttum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gegna konur þrem af hverjum fjórum nýjum störfum í Evrópu. Þrátt fyrir þetta ríkir enn mikil munur á milli kynjanna á vinnumarkaði. Aukin menntun kvenna hefur ekki enn skilað sér að fullu, því enn vinna þær minna og fá minna borgað en karlar. Þetta er eitt af því sem fram kemur í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar um jafnrétti kvenna og karla á árinu 2007.

,,Konur knýja áfram stækkun vinnumarkaðarins í Evrópu sem er að hjálpa okkur að ná efnahagslegum markmiðum okkar, en þeim mæta enn hindranir sem koma í veg fyrir að þær nái að nýta hæfileika sína til fulls, segir framkvæmdastjóri um vinnumarkaðsmál, félagsmál og jöfn tækifæri innan Evrópusambandsins.

Af átta miljónum störfum sem hafa orðið til frá árinu 2000 gegna konur sex miljónum og þær eru 59% þeirra sem útskrifast með háskólagráðu. En á meðan konur eru að meðaltali að standa sig betur en karlar í námi og hafa jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku eru þær enn verr launaðar. Þær vinna sér að meðaltali inn 15% minna en karlar á tímann.


Nánar má lesa um þessa frétt hér.

Skýrsluna má lesa hér.