Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst

Föstudaginn 4. maí næstkomandi verður fjallað um vinnurétt á málþingi í Háskólanum á Bifröst. Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara á málþinginu má finna hér. Skráning fer fram á heimasíðu Birföst.