Virkjum karla og konur til athafna

Alþjóðaráðstefna Félags kvenna í atvinnurekstri í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands fer fram á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 13. maí. Ráðstefnunni er ætlað að ýta undir umræðu um kynjahlutföll í stjórnum, en lög um kynjakvóta taka gildi á Íslandi haustið 2013.Tveir erlendir fyrirlesarar verða með framsögu, þær Mari Teigen og Benja Stig Fagerland.

Mari Teigen er doktor í félagsfræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Osló.
 
Benja Stig Fagerland er eigandi Talent Tuning sem einblínir á viðmið og stefnur kvenhagfræðinnar (e. womenomics) auk þess sem hún aðstoðar fyrirtæki við að finna konur í stjórnir.

Þá mun Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans ræða um nýja stjórnarhætti og Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova um reynslu af stjórnarsetu í erlendu fyrirtæki.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu má finna hér.